Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. nóvember 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magni Fannberg sagður vera í viðræðum við Start
Magni Fannberg.
Magni Fannberg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni Fannberg er sagður vera að taka við sem nýr yfirmaður íþróttamála hjá Start í Noregi.

Þetta kemur fram hjá norska fjölmiðlinum Adressa.

Það voru viðræður í gangi á milli Magna og félagsins fyrir nokkrum vikum síðan, en þær eru hafnar aftur núna ef marka má fjölmiðla í Noregi.

Magni er 42 ára gamall og hefur starfað erlendis frá 2009. Hér heima þjálfaði hann meðal annars Grindavík og Fjarðabyggð. Hann starfaði fyrir IF Brommapojkarna og var meðal annars þjálfari aðalliðsins um stutt skeið.

Hann var þróunarstjóri hjá Brann í Noregi frá 2016 til 2019 og hefur síðustu ár gegn sama starfi fyrir AIK í Svíþjóð. Starfið felst í að byggja brú milli akademíu félagsins og aðalliðsins.

Magni hefur líka verið í njósnateymi íslenska landsliðsins.

Sjá einnig:
„Magni Fannberg sá sem mótaði mig mest"
Athugasemdir
banner