Jesper Karlström, fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Djurgården, var í ítarlegu viðtali við Aftonbladet um liðna helgi. Þar talar Karlström vel um knattspyrnuþjálfarann Magna Fannberg.
Magni er í dag þróunarstjóri hjá sænska félaginu AIK í Stokkhólmi, en hann hefur einnig unnið sem njósnari fyrir íslenska landsliðið. Hann hefur í rúman áratug þjálfað í Svíþjóð og Noregi, þar á meðal hjá sænska félaginu Brommapojkarna þar sem hann þjálfaði áðurnefndan Karlström.
„Ég fór úr því að vera stöðugur leikmaður í það að vera einhvers konar stjarna. Magni Fannberg er án efa sá sem mótaði mig mest. Þegar ég var yngri voru margir sem kenndu mér þetta klassíska - móttökur og þess háttar - en að vinna og leiða, það fékk ég frá Magna. Við vorum kannski að fara að spila á móti Gamla Uppsala, leik sem við vissum að við værum að fara að vinna 10-0, en hann gat samt látið mér líða eins og við værum að fara að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar," segir Karlström.
Þegar hann var 14 ára var Karlström ekki byrjunarliðsmaður í sínum aldursflokki en þegar hann var orðinn 16 ára þá var hann kominn í unglingalandslið Svíþjóðar. Hann kveðst eiga Magna mikið að þakka.
Sænska úrvalsdeildin byrjaði í gær og unnu Karlström og félagar 2-0 útisigur gegn Sirius í fyrsta leik.
Sjá einnig:
Vonar að íslensk félög noti ástandið til að byggja traustari stefnu
Magni Fannberg (@Fannberg) fær mikið hrós frá Jesper Karlström sem er lykilmaður hjá sænsku meisturunum @DIF_Fotboll en Magni þjálfaði hann hjá @IFBP:
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 13, 2020
“Magni Fannberg är utan tvekan den som format mig mest.” 👏👍https://t.co/Q5D6M3ewoK
Athugasemdir