sun 28. nóvember 2021 15:04
Aksentije Milisic
Mikil snjókoma á Englandi setur svip sinn á leikina
Úr leik Manchester City og West Ham.
Úr leik Manchester City og West Ham.
Mynd: EPA
Mikil snjókoma á Bretlandseyjum hefur sett svip sinn á leikina í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrr í dag var leik Burnley og Tottenham frestað vegna snjókomu og þá var óvissa með leik Manchester City og West Ham, sem stendur nú yfir.

Lítið sást undir lok fyrri hálfleiks og ræddi Michael Oliver málin með mönnum hvað skildi gera í hálfleik, því línurnar voru alveg hættar að sjást.

Hálfleikurinn á Etihad vellinum var rúmar 20 mínútur en starfsmenn voru á fullu að moka burt snjóinn. Það tókst og er síðari hálfleikurinn farinn af stað.

Þá er einnig mikil snjókoma á King Power vellinum í Leicester. Þar er nú búið að stöðva leikinn og byrjað að moka. Vonandi að leikurinn nái að klárast.

Hlutirnir líta hins vegar nokkuð vel út í Brentford þar sem heimamenn eru að spila gegn Everton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner