Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   þri 28. nóvember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool í bílstjórasætinu um Khephren Thuram
Mynd: EPA
Liverpool er enn að leiða baráttuna um franska miðjumanninn Khephren Thuram, sem er á mála hjá Nice. Ítalski vefmiðllinn TuttoJuve segir frá.

Thuram var á óskalista margra félaga í sumar en hann ákvað að halda kyrru fyrir á rivíerunni í Nice.

Liverpool fékk Ryan Gravenberch til félagsins frá Bayern München á síðasta degi gluggans, en enska félagið er enn í leit að einum miðjumanni í viðbót.

André, leikmaður Fluminense, hefur verið sterklega orðaður við félagið og þá var umræða um Manu Kone, leikmann Borussia Mönchengladbach í sumar, en hann meiddist á Evrópumóti U21 árs landsliða og var því ekki lengur í myndinni.

TuttuJuve heldur því fram að Liverpool sé enn í bílstjórasætinu um Thuram, sem gæti verið falur fyrir 35-40 milljónir punda.

Juventus og Inter eru einnig sögð í baráttunni, en bróðir Khephren, Marcus, spilar einmitt fyrir Inter. Báðir eru synir frönsku goðsagnarinnar, Lillian Thuram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner