Liverpool smíðar áætlanir ef Trent Alexander-Arnold yfirgefur félagið eftir tímabilið. Þetta og fleira í slúðurpakkanum í boði Powerade.
Liverpool horfir til Jeremie Frimpong (23), hollenskan varnarmann Bayer Leverkusen, ef enski hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold (26) fer til Real Madrid í sumar. (Bild)
Liverpool og Real ræddu um framtíð Alexander-Arnold fyrir Meistaradeildarleik þeirra á Anfield í gær. (Marca)
Manchester United og Liverpool hafa áhuga á ungverska varnarmanninum Milos Kerkez (21) hjá Bournemouth. (Florian Plettenberg)
Manchester United er með þrjá aðra vinstri bakverði til skoðunar; Ben Chilwell (27) hjá Chelsea, Rayan Ait-Nouri (23) hjá Wolves og Alvaro Carreras (21) hjá Benfica. (Rudy Galetti)
Chelsea hefur áhuga á Liam Delap (21), enskum framherja Ipswich, en gæti fengið samkeppni frá fyrrum félagi hans, Manchester City. (Football Insider)
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (27) hjá Barcelona gæti gengið til liðs við Liverpool næsta sumar. (Fichajes)
Sevilla íhugar að binda enda á lánssamning argentínska varnarmannsins Valentin Barco (20) frá Brighton í janúar. Hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma hjá spænska liðinu. (Fabrizio Romano)
Aston Villa hefur áhuga á tyrkneskum framherja Besiktas, Semih Kilicsoy (19), en mun þurfa að berjast við PSG um hann í janúar. (Star)
Arsenal hefur átt í viðræðum um kaup á enska miðjumanninum Adam Wharton (20) en Crystal Palace metur hann á um 54 milljónir punda. (Caught Offside)
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er með spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (25) hjá Real Sociedad, þýska miðjumanninn Florian Wirtz (21) hjá Bayer Leverkusen og úrúgvæska kantmanninn Maximiliano Araujo (24) hjá Sporting á óskalista sínum. (Fichajes)
Aston Villa hefur áhuga á Nadiem Amiri (28), þýskum miðjumanni Mainz. (Bild)
Manchester United, Manchester City og Liverpool hafa öll áhuga á brasilíska miðjumanninum Ederson (25) hjá Atalanta en það þarf risatilboð til að hann verði seldur. (Teamtalk)
Fiorentina og Napoli hafa áhuga á að fá Jakub Kiwior (24) varnarmann Arsenal á láni en ólíklegt er að Mikel Artet leyfi þessum pólska landsliðsmanni að fara í janúar. (Tuttomercato)
Athugasemdir