Úkraínski markvörðurinn Anatoliy Trubin, sem er á mála hjá Benfica, neitaði að taka í hönd rússneska leikmannsins Aleksandr Golovin fyrir leik Benfica gegn Mónakó í Meistaradeildinni í gær.
Ástæaðn er innrás Rússlands inn í Úkraínu í febrúar árið 2022.
Blóðugt stríð hefur geisað og er talið að yfir 10 þúsund óbreyttir borgarar hafi látið lífið og tuttugu þúsund særst.
Í febrúar sagði Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, að tala látinna hermanna væru rúmlega þrjátíu þúsund, en talið er að talan sé töluvert hærri. Þá er talið að yfir 70 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu.
Trubin, sem er landsliðsmaður Úkraínu, mætti rússneska leikmanninum Golovin í Meistaradeildinni í gær, en neitaði að taka í hönd hans.
Golovin og margir liðsfélagar hans í rússneska landsliðinu hafa ekki fordæmt ákvörðun Vladimir Pútíns, forseta Rússland, um að ráðast inn í Úkraínu, hvorki í viðtölum né á samfélagsmiðlum.
??????????????Ukrainian goalkeeper of @slbenfica_en Anatoliy Trubin refused to shake hands with Russian footballer Aleksandr Golovin of @AS_Monaco_EN before the @ChampionsLeague match.
— Denys from Kharkiv (@GlushkoDenys) November 27, 2024
The Russian did not condemn his country's aggressive actions against Ukraine either in words or via… pic.twitter.com/eUbYjRgD5L
Athugasemdir