Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham eru úr leik í enska bikarnum eftir 5-0 tap gegn Liverpool í Lundúnum í kvöld.
West Ham lenti tveimur mörkum undir snemma leiks og ekki hjálpaði það þegar hin 25 ára gamla Amber Tysiak sá rautt í liði Hamranna.
Dagný kom inn af bekknum þegar hálftími var eftir og var staðan þá 3-0 fyrir Liverpool.
Gestirnir skoruðu tvö til viðbótar og flaug áfram í 16-liða úrslitin en West Ham er úr leik.
Á þessu tímabili hefur Dagný ekki verið í jafn stóru hlutverki og hún hefur verið síðustu ár. Hún hefur verið að byrja í deildabikarnum og gert vel þar, en mínúturnar í deildinni og FA bikarnum verið af skornum skammti.
Hún byrjaði í fyrstu þremur umferðum deildarinnar en ekki byrjað leik síðan.
Dagný, sem er 33 ára gömul, hefur verið á mála hjá West Ham frá 2021. Hún framlengdi samning sinn á síðasta ári en sá samningur gildir út þessa leiktíð.
María Þórisdóttir verður fulltrúi okkar í 16-liða úrslitum bikarsins en hún spilaði í vörn Brighton í 4-1 sigri á Durham. María er dóttir Þóris Hergeirssonar, eins sigursælasta þjálfara í sögu kvennahandboltans.
Athugasemdir