Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 29. febrúar 2020 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Liðsfélagi Kristófers Inga með ótrúlegt sjálfsmark
Mynd: Grenoble - Kristófer Ingi
Brice Maubleu, markvörður Grenoble í frönsku B-deildinni, komst í sögubækurnar þegar hann skoraði ævintýralegt sjálfsmark í gærkvöldi.

Kristófer Ingi Kristinsson er leikmaður Grenoble og spilaði síðustu 25 mínúturnar í 2-0 tapi gegn Caen.

Heimamenn í Caen skoruðu úr vítaspyrnu á 17. mínútu og mínútu síðar tvöfölduðu þeir forystuna á spaugilegan hátt.

Maubleu ætlaði þá að kasta knettinum frá marki en mistókst herfilega. Á einhvern undraverðan hátt kastaði hann knettinum í öfuga átt.

Markvörðurinn var fljótur að hugsa og hentist eftir boltanum. Hann hélt hann hefði bjargað málunum en dómari leiksins flautaði markið sem gilt, boltinn hafði farið yfir línuna.

Sjón er sögu ríkari og er hægt að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner