Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 29. febrúar 2020 16:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: McCarthy leit illa út í návígi við Haller sem skoraði
Mynd: Getty Images
West Ham leiðir 2-1 gegn Southampton, seinni hálfleikur er nýhafinn í London.

Jarrod Bowen sem fékk sénsinn í byrjunarliði West Ham kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Pablo Fornals en Michael Obafemi jafnaði leikinn.

Sebastien Haller skoraði þriðja mark leiksins og kom heimamönnum yfir á ný. Markið var ansi vont áhorfs fyrir stuðningsmenn gestanna þar sem Haller sigraði Alex McCarthy, markvörð gestanna, í návígi með því að hoppa hærra og skalla boltann áfram á meðan stökk McCarthy var enganveginn nægilega öflugt.

Haller náði svo að ýta boltanum yfir línuna. Vel gert hjá Frakkanum en McCarthy verður að gera betur. Markið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner