Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 29. febrúar 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Matty Longstaff semur við Toronto (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Matty Longstaff hefur samið við kanadíska félagið Toronto til næstu tveggja ára.

Matty er 23 ára gamall og var síðast á mála hjá Newcastle, en samningur hans rann út síðasta sumar og var honum ekki boðinn nýr samningur.

Miðjumaðurinn hefur verið frá keppni síðan í desember 2022 er hann sleit krossband, en er nú að mæta aftur í boltann.

Hann samdi í dag við Toronto FC, sem spilar í MLS-deildinni, en samningurinn er til 2025 með möguleika á þriðja árinu.

Matty er yngri bróðir Sean, sem er enn á mála hjá Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner