Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag: Fulham á að biðjast afsökunar
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur kallað eftir því að Fulham sendi frá sér afsökunarbeiðni vegna myndbands sem félagið gaf frá sér á samfélagsmiðlum.

Fulham sendi frá sér myndband á TikTok þar sem grín er gert að Bruno Fernandes og meintum leikaraskap í leik liðanna á dögunum.

Ten Hag lýsti yfir óánægju sinni með þá meðferð sem Fernandes fær eftir 0-1 sigur liðsins gegn Nottingham Forest í FA-bikarnum í gær. Hann kallar eftir því að Portúgalinn fái meiri vernd frá dómurunum. Hann fékk svo ábendingu um að Fulham hefði gefið út þetta myndband, sem sjá má hér fyrir neðan. Við myndbandið skrifar Fulham: „Erum svo ánægðir að það sé allt í lagi með hann..."

Ten Hag var ekki par sáttur við að Fulham væri að gera grín að Fernandes.

„Ég vissi ekki af þessu en mér finnst þetta ekki réttlátt. Mér finnst það ekki réttlætanlegt hjá félaginu að gefa út svona myndband. Þeir eiga að biðjast afsökunar á þessu," sagði Ten Hag pirraður.

@fulhamfc So glad he’s ok… ???? #fulhamfc #premierleague #brunofernandes ? sonido original - ? ? ???????????????????????????????????????? ? ?

Athugasemdir
banner
banner