banner
   mán 29. mars 2021 12:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Verð stundum frekar þreyttur í öllum líkamanum af skrítnum ástæðum"
Fagnað með Lommel
Fagnað með Lommel
Mynd: Lommel
Af æfingu á dögunum
Af æfingu á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn og Hendrickx
Kolbeinn og Hendrickx
Mynd: Aðsend
Kolbeinn Þórðarson sat fyrir svörum í Teams-viðtali frá hóteli íslenska U21 árs landsliðsins í dag. Kolbeinn er leikmaður Lommel í Belgíu og var í byrjunarliði Íslands í fyrsa leik í mótinu.

Kolbeinn var spurður út í tímabilið með Lommel, samanburð milli deilda og þá svaraði hann einnig spurningum um kórónaveiruna en hann greindist með hana fyrr á þessu ári. Kolbeinn varð 21 árs fyrr í þessum mánuði.

Hvernig er samanburðurinn milli belgísku B-deildarinnar og efstu deild á Íslandi, er mikill munur?

„Já, ég myndi segja það. Sérstaklega á síðasta tímabili, þá var mikill munur. Liðin sem fóru upp þá eru í 6. og 7. sæti í efstu deild, hafa staðið sig rosalega vel og eru með nánast sama mannskap og spilaði í B-deildinni," sagði Kolbeinn

„B-deildin er núna aðeins veikari, þetta er meira phyiscal, menn í betra formi, minni tími á boltann og almennt hærra tempó.“

Hvernig hefur tímabilið í heild sinni verið og er enn von um að komast upp í efstu deild?

„Tímabilið hefur verið svolítið skrítið. Fyrir jól vorum við mikið að gefa mörk út af leikstílnum, vorum að læra nýtt kerfi og vorum að gefa frá okkur stig sem við áttum ekki að gefa frá okkur. Við erum klárlega næstbesta liðið í þessari deild að mínu mati. Í síðustu níu leikjum erum við búnir að vinna sjö og gera eitt jafntefli, unnið síðustu fimm heimaleiki."

„Að mínu mati eigum við að fara upp en það eru fimm stig í 2. sætið, við eigum þá heima í lokaumferðinni og vonandi verður það úrslitaleikur.“


Þú greindist með veiruna, hvernig var heilsan og voru einhver eftirköst?

„Ég varð ekkert veikur, fann ekkert fyrir þessu í þessa viku sem ég var heima í PlayStation. Ég var fljótur að jafna mig en ég verð stundum frekar þreyttur í öllum líkamanum af skrítnum ástæðum. Annars hefur þetta ekki stór áhrif.“

Var svekkjandi að liðinu var dæmdur ósigur í leik af því þið gátuð ekki mætt?

„Já, það var mjög svekkjandi sérstaklega þar sem þetta var gegn liðinu sem við erum í beinni samkeppni við. Þeir fá 5-0 sigur gefins og það er svekkjandi en ég held að þessi ákvörðun hafi verið tekin með það í huga að passa upp á alla sem tengjast leiknum,“ sagði Kolbeinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner