Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. mars 2021 08:56
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Chelsea vilja Ödegaard
Powerade
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele er í pakka dagsins.
Ousmane Dembele er í pakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Þó það sé landsleikjahlé þá eru ensku slúðurblöðin alltaf með nóg af kjaftasögum. Skoðum safn dagsins.



Martin Ödegaard (22), sem er í láni hjá Arsenal frá Real Madrid, er á óskalista Chelesa og Liverpool fyrir sumarið. (AS)

Arsenal vill halda Ödegaard en hefur þó áhyggjur af því hvernig samkomulagið yrði við Real um kaupverð. (Express)

Thomas Muller (31) segir að það yrði ekkert vandamál fyrir sig að yfirgefa Bayern Munchen. Muller hefur oft í gegnum tíðina verið orðaður við Manchester United. (Times)

Aaron Ramsey (30), Alex Sandro (30) og Paulo Dybala (27) eru allir á förum frá Juventus í sumar. (Mail)

Juventus er tilbúið að nota Dybala í skiptum fyrir aðra leikmenn. Einn kosturinn þar er Paul Pogba (28) miðjumaður Manchester United. (Football Italia)

Barcelona vill framlengja samning sinn við Ousmane Dembele (23) en núverandi samningur hans rennur út árið 2022. (Mundo Deportivo)

Manchester United missti af Dembele síðasta sumar en félagið hefur ennþá áhuga á honum. United er í sambandi við umboðsmenn Dembele. (Sport)

Hugo Lloris (34) fer líklega ekki frá Tottenham í sumar . (Football London)

AC Milan hefur hafið viðræður við Manchester United um að kaupa bakvörðinn Diogo Dalot (22) sem hefur verið á láni í vetur. (Metro)

Liverpool er að undirbúa fimmtán milljóna punda tilboð í markvörðinn Ugurcan Cakir (24) hjá Trabzonspor í Tyrklandi. RB Leipzig og Sevilla hafa einnig áhuga. (Expres)

Toni Kroos (31) ætlar að hætta að spila með þýska landsliðinu eftir EM í sumar. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner