Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 29. mars 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mane og Nagelsmann sagðir hafa rifist heiftarlega
Nagelsmann og Mane.
Nagelsmann og Mane.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Bayern München, er sagður hafa rifist heiftarlega við Julian Nagelsmann, fyrrum stjóra Bayern, stuttu áður en sá síðarnefndi var rekinn.

Það eru gríðarlegar kröfur gerðar hjá Bayern og þótt liðið sé bara einu stigi frá toppnum í þýsku úrvalsdeildinni þá fékk Nagelsmann sparkið í síðustu viku.

Það hefur verið fjallað um það að búningsklefinn hjá Bayern skiptist í tvær fylkingar út af þessari ákvörðun félagsins.

Mane er sagður hafa verið ósáttur við hinn unga Nagelsmann, en Bild greinir frá því að Senegalinn hafi verið ósáttur við lítinn spiltíma að undanförnu. Hann fékk aðeins átta mínútur gegn Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Eftir leikinn lét Mane stjórann heyra það en heimildarmaður Bild segir að Nagelsmann hafi litið út fyrir að vera skelkaður. Leikmenn Bayern voru ekki hrifnir af því.

Mane meiddist fyrr á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar eftir það. Thomas Tuchel tók við Bayern af Nagelsmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner