mið 29. mars 2023 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Bayern sá aldrei til sólar á Emirates
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arsenal W 2 - 0 Bayern W
1-0 ('19 )
2-0 ('26 )


Bayern Munchen heimsótti Arsenal í síðari leik liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í kvöld en þýska liðið var með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn.

Glódís Perla Viggósdóttir átti stórkostlegan leik í Þýskalandi og hún var að venju í byrjunarliðinu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru báðar á bekknum.

Bayern mætti illa til leiks í kvöld og sá aldrei til sólar. Arsenal komst yfir eftir tæplega 20 mínútna leik og komst í forystu í einvíginu eftir 26 mínútna leik.

Þannig var staðan í hálfleik og Bayern þurfti því að skora til að tryggja sér amk framlengingu. Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri en Bayern tókst ekki að ógna marki Arsenal.

Karólína kom inn á sem varamaður undir lok leiksins og náði ekki að koma sér í takt við leikinn. 2-0 lokatölur og Arsenal því komið í undanúrslitin þar sem liðið mætir annað hvort Wolfsburg eða PSG.

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg eru með 1-0 forystu í einvíginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner