Bryndís Lára stóð í marki Þór/KA í dag þegar þær lögðu ÍBV 3-0 í leik meistara meistaranna. Bryndís hefur ekki spilað með liðinu síðan síðasta sumar en hún hefur verið að æfa spjótkast í vetur.
Lestu um leikinn: Þór/KA 3 - 0 ÍBV
„Leikurinn var bara mjög jafn til að byrja með eða í fyrri hálfleik og svo náðum við að spila okkar leik."
Helena Jónsdóttir markmaður Þór/KA meiddist illa í leik gegn Stjörnunni fyrr í vikunni.
„Ég ætlaði alltaf að vera í Þór/KA ef það kæmi eitthvað upp á og svo náttúrulega meiðist Helena og það var ákveðið að ég myndi taka þennan leik.”
Spurð út í framhaldið með Þór/KA í sumar, þá er það ekki komið á hreint.
„Ég er ennþá í spjótkasti."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir