Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. apríl 2021 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Getum ekki alltaf treyst á Saka
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði í undanúrslitum Evrópudeildarinnar gegn Villarreal í kvöld en skoraði mikilvægt útivallarmark.

Lokatölur urðu 2-1 og eru lærisveinar Arteta því enn með góða möguleika á að komast áfram með sigri í seinni leiknum.

Arteta var ósáttur með spilamennsku sinna manna í fyrri hálfleik en þó sáttur með úrslitin. Arsenal spilaði leikmanni færri í rúmar 20 mínútur í síðari hálfleik.

„Við vildum ekki koma hingað og tapa en við erum sáttir með úrslitin miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum alltof slakir í fyrri hálfleik en mun betri í þeim síðari," sagði Arteta að leikslokum.

„Við vorum ónákvæmir með boltann og sóttum án krafts en í síðari hálfleik var sagan önnur. Við erum vanir því að Saka spilar alltaf vel en við getum ekki alltaf treyst á hann. Bernd Leno var líka frábær, hann bjargaði okkur í stöðunni 2-0 þegar hann varði frá Gerard Moreno. Svo fékk Auba stórt færi til að jafna undir lokin.

„Ég hef fulla trú á að við getum komið til baka og unnið þessa viðureign."

Athugasemdir
banner
banner
banner