banner
   fim 29. apríl 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keyrði fram og til baka frá Blönduósi til Keflavíkur í nokkra daga
Torres og Siggi Raggi
Torres og Siggi Raggi
Mynd: Keflavík
Fyrir um mánuði síðan fékk Keflavík sóknarmanninn Oliver James Kelaart Torres í sínar raðir. Torres kom til Keflavíkur frá Kormáki/Hvöt sem leikur í 4. deild.

Oliver skoraði tíu mörk í fjórtán leikjum í 4. deildinni með Kormáki/Hvöt í fyrra. Hinn 22 ára gamli Oliver á ættir að rekja til Spánar og Ástralíu.

Guðmundur Benediktsson, þáttarstjórnandi Pepsi Max-stúkunnar, sagði skemmtilega sögu af Torres í upphitunarþættinum í gær.

„Hann keyrði... strákar ég er að segja ykkur það Siggi Raggi (þjálfari Keflavíkur) sagði mér þessa sögu, hann (Torres) hringdi og spurði hvort hann mætti koma á æfingar. 'Jájá, hvar ertu'? 'Ég er á Blönduósi' og hann keyrði í nokkra daga fram og til baka til Keflavíkur á æfingu. Það er vel af sér vikið," sagði Gummi.

Keflavík er spáð 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Smelltu hér til að horfa á upphitunarþáttinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner