Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 29. apríl 2021 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismót kvenna: Tindastóll vann ekki nógu stórt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll 1 - 0 Þór/KA
1-0 Sjálfsmark

Tindastóll hafði betur gegn Þór/KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á Akureyri. Eina mark leiksins var sjálfsmark.

Tindastóll endar í öðru sæti mótsins þrátt fyrir sigurinn þar sem Þór/KA vinnur á markatölu.

Tindastóll þurfti þriggja marka sigur gegn Þór/KA í dag til að ná efsta sætinu á markatölu eftir að hafa fengið skráð 4-0 tap gegn Hömrunum. Sá leikur fór aldrei fram og virðist sigurinn hafa verið dæmdur til Hamranna.

Þór/KA endar því í fyrsta sæti með 9 stig úr 4 umferðum og markatöluna 12:1.

Tindastóll er í öðru sæti með 9 stig samkvæmt vef KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner