Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björgvin Stefáns skiptir í Gróttu (Staðfest)
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Björgvin Stefánsson hefur fengið félagaskipti í Gróttu sem leikur í 2. deild.

Björgvin skipti yfir í Þrótt Reykjavík fyrir síðasta tímabil en kom þar ekkert við sögu. Hann spilaði með KFK í 3. deild síðasta sumar og skoraði þar sjö mörk í 17 leikjum.

Björgvin tók skóna fram af hillunni fyrir sumarið 2023 og byrjaði hann að spila með uppeldisfélaginu Haukum. Hann kom við sögu í sjö leikjum með Haukum í 2. deild en tókst ekki að skora mark. Hann spilaði svo fimm leiki með Þrótti Vogum en skoraði ekki heldur.

Björgvin hafði ekki spilað fótbolta frá 2020 áður en hann tók skóna fram af hillunni í 2023. Björgvin greindist með gigt í byrjun árs 2020 og hafði lítið getað beitt sér síðan þá. Hann byrjaði hins vegar á lyftæknilyfjum í september 2022 og það hafði góð áhrif á heilsu hans.

Grótta féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar og spilar í 2. deild þetta tímabilið. Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner