Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Notuðust við Zoom kerfið í Danmörku
Mynd: Skjáskot
Danski boltinn fór af stað í gær eftir næstum þriggja mánaða pásu vegna Covid-19.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Randers.

Spilað var fyrir luktum dyrum en notast var við myndbandskerfið Zoom til að gera leikmönnum kleift að vera nálægt áhorfendum.

Stórum flatskjáum var komið upp fyrir framan stúkuna og skiptust áhorfendur á að vera í beinni útsendingu fyrir leikmenn.

Myndir frá leik gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan. Þessi tækni hefur vakið mikla athygli og gæti verið notuð í fleiri löndum í nánustu framtíð.




Athugasemdir
banner
banner
banner