Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 29. maí 2023 14:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Danmörk: Lyngby og Midtjylland spila úrslitaleiki í lokaumferðinni
watermark Sævar Atli Magnússon
Sævar Atli Magnússon
Mynd: Getty Images

Næst síðustu umferðinni í neðri hlutanum í dönsku deildinni lauk í dag og Íslendingalið voru í eldlínunni.


Lyngby berst fyrir lífi sínu í deildinni og þurfti að vinna AaB til að halda voninni á lofti að halda sæti sínu.

Staðan var 1-1 í hálfleik og sigurmarkið kom strax í upphafi síðari hálfleiks og það var Lyngby sem skoraði það.

Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru í byrjunarliðinu en Alfreð Finnbogason tók út leikbann. Freyr Alexandersson stýrir liðinu.

Lyngby er í fallsæti á markatölu en Aab er fyrir ofan. Lyngby mætir botnliði Horsens í lokaumferðinni. Öll liðin eru með jafn mörg stig.

Elías Rafn Ólafsson var á bekknum hjá Midtjylland en Stefán Teitur Þórðarson var ekki í hópnum hjá Silkeborg vegna meiðsla.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli sem þýðir að tveimur stigum munar á Midtjylland og OB fyrir lokaumferðina. Liðin berjast um 7. sæti sem færir liðinu leik gegn liðinu í 3. sæti um laust sæti í Sambandsdeildinni.

Midtjylland og OB mætast í lokaumferðinni.


Athugasemdir