Garth Crooks. sérfræðingur BBC, sér um að velja úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni yfir tímabilið en nú þegar keppni er lokið þá hefur hann valið úrvalslið tímabilsins.
Markvörður - Ederson (Manchester City): Er nánast jafn góður með boltann í löppunum og hann er með hann í höndunum. Markvörður sem var í lyilhlutverki í Englandsmeistaratitli City.
Varnarmaður - Kieran Trippier (Newcastle): Á stóran þátt í því að Newcastle hefur afrekað það að komast í Meistaradeild Evrópu.
Varnarmaður - Manuel Akanji (Manchester City): - Svisslendingurinn hefur reynst frábær viðbót hjá Manchester City. Svissneski varnarmaðurinn spilar af miklu öryggi og getur bæði leikið í þriggja og fjögurra manna línu.
Miðjumaður - Casemiro (Manchester United): Gæðastjórinn á miðjunni hefur breytt liði United. Brettir upp ermar og er alltaf klár í að gera allt fyrir liðið.
Miðjumaður - Martin Ödegaard (Arsenal): Ein af ástæðum þess að Arsenal var svona sannfærandi á þessu tímabili.
Sóknarmaður - Erling Haaland (Manchester City): Var á löngum köflum á tímabilinu algjörlega óstöðvandi.
Athugasemdir