Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   mán 29. maí 2023 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Magni Fannberg lét menn heyra það eftir sigur Start - Stórt tap í fyrsta byrjunarliðsleik Birkis
watermark Magni Fannberg lét mann og annan heyra það
Magni Fannberg lét mann og annan heyra það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Birkir Bjarnason byrjaði fyrsta leik sinn í norsku deildinni
Birkir Bjarnason byrjaði fyrsta leik sinn í norsku deildinni
Mynd:
watermark Kristall Máni kom inná sem varamaður í tapi Rosenborg
Kristall Máni kom inná sem varamaður í tapi Rosenborg
Mynd:
Magni Fannberg Magnússon, yfirmaður fótboltamála hjá Start, er vinsæll á samfélagsmiðlum í dag eftir 2-1 sigur liðsins á Ranheim í norsku B-deildinni.

Magni, sem tók við stöðunni í febrúar, var til viðtals í göngunum á leikvanginum eftir leik þegar leikmenn beggja liða fóru að kítast og vakti það ekki mikla lukku.

Öskraði hann því á menn og sagði þeim að drullast inn í klefa en myndband af atvikinu var birt á samfélagsmiðlum.

Bjarni Mark Antonsson kom inná sem varamaður hjá Start á 84. mínútu en Start er í 4. sæti með 17 stig.Arnar Guðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Raufoss sem tapaði fyrir Moss, 1-0, í B-deildinni. Raufoss er í 14. sæti með 9 stig.

Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson spiluðu allan leikinn í 1-0 tapi gegn Kongsvinger. Sogndal er í 5. sæti með 17 stig og þá lék Júlíus Magnússon allan leikinn í 1-0 sigri á Asane en Fredrikstad er í efsta sæti með 18 stig.

Stórt tap í fyrsta byrjunarliðsleik Birkis

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni. Birkir fór af velli á 61. mínútu leiksins en Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leikinn í markinu í 5-1 tapi fyrir Bodö/Glimt. Viking er í 4. sæti með 14 stig.

Kristall Máni Ingason kom inná sem varamaður á 61. mínútu er Rosenborg tapaði fyrir Brann, 3-1. Rosenborg, sem var eitt sinn stórveldi, er nú með 9 stig í 11. sæti. Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með, enn frá eftir að hafa fengið höfuðhögg fyrr í mánuðinum.

Ari Leifsson lék þá allan tímann í vörn Strömgodset sem gerði 1-1 jafntefli við Odd. Strömsgodset er í 12. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner