Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar farinn frá Al-Arabi (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katarska félagið Al-Arabi er búið að kveðja Aron Einar Gunnarsson eftir fjögurra ára samleið.

Aron Einar spilaði 98 leiki fyrir félagið og kom að 13 mörkum á dvöl sinni þar, en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila síðasta árið.

Aron er 35 ára gamall og hafa verið ýmsar sögusagnir á kreiki um hvaða skref hann ætlar að taka næst á ferlinum.

Aron hefur verið landsliðsfyrirliði Íslands til margra ára og leiddi Strákana okkar meðal annars til leiks á EM 2016, þegar þeir komust afar óvænt upp úr riðlakeppninni og slógu svo England út í útsláttarkeppninni.

Hann lék fyrir Cardiff City í átta ár áður en hann skipti til Katar, en þar áður var hann á mála hjá Coventry og AZ Alkmaar eftir að hafa alist upp hjá Þór á Akureyri.


Athugasemdir
banner
banner
banner