Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Segir son Ancelotti vera leynivopnið hans
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti er einn af sigursælustu þjálfurum fótboltasögunnar eftir að hafa stýrt stórveldum á borð við Juventus, AC Milan, Chelsea, PSG, FC Bayern og Napoli á ferlinum.

Hann hefur verið þjálfari Real Madrid í þrjú ár og starfar náið samhliða syni sínum, Davide Ancelotti.

Davide hefur verið aðstoðarþjálfari föðurs sins síðustu átta ár en hann er aðeins 34 ára gamall.

Mina Rzouki, fréttakona hjá BBC, greinir frá því hvernig Davide er leynivopn Carlo hjá Real Madrid.

Margir núverandi og fyrrum leikmenn hafa hrósað samstarfi Carlo og Davide við stjórnvölinn hjá hinum ýmsu stórliðum og var það Davide sem sannfærði föður sinn um að skipta Joselu inn af bekknum í mögnuðum endurkomusigri gegn FC Bayern í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Bayern var 0-1 yfir á Santiago Bernabéu og var Davide búinn að suða í föður sínum um að skipta Joselu inn af bekknum í góðan tíma, þegar Carlo ákvað að hlusta á son sinn og framkvæmdi skiptinguna á 81. mínútu.

Joselu skoraði tvennu á lokakafla leiksins til að tryggja 2-1 sigur og farmiða í úrslitaleikinn gegn Borussia Dortmund, sem fer fram um helgina.

Davide hefur verið orðaður við ýmis störf sem aðalþjálfari, eins og hjá Reims í franska boltanum og Everton á Englandi, en hann er enn ungur og ekki að flýta sér að taka stóra stökkið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner