Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 29. júní 2022 08:15
Elvar Geir Magnússon
Lukaku í læknisskoðun í Mílanó
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku setti á sig Inter trefil eftir að hann lenti í Mílanó í morgun.

Hann er í læknisskoðun hjá Inter þar sem hann mun spila á lánssamningi á komandi tímabili.

Lukaku, sem er 29 ára, kostaði Chelsea 97,5 milljónir punda fyrir ári síðan þegar hann var keyptur frá Inter en ítalska félagið borgar 6,9 milljóna punda lánskostnað fyrir hann núna.

Lukaku mun enn eiga þrjú ár eftir af samningi sínum við Chelsea þegar næsta tímabili lýkur.


Athugasemdir