Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   mið 29. júlí 2020 22:10
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Telma: Ég var búin að ákeða hvert ég ætlaði að senda
Kvenaboltinn
Telma í leik með FH fyrr í sumar.
Telma í leik með FH fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svekkjandi, en samt heilt yfir góður varnarleikur. Erfiður leikur og við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur, og við vissum að það yrði mikil varnarvinna. En við gerðum samt vel og náðum að setja eitt mark og ég er bara ánægð með frammistöðuna í dag, sagði Telma eftir 3-1 tap gegn Val í Pepsi Max deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

FH voru þéttar fyrir og gáfu ekki mörg færi á sér, sérstaklega fyrsta hálftímann.

Við lögðum upp með að vera þéttar og mér fannst það ganga vel heilt yfir, auðvitað gerðum við mistök og allt svoleiðis en það var aðal atriðið að vera þéttar, halda þéttleikanum og ekki hleypa þeim á milli.

FH hafa einungis skorað þrjú mörk fram á við. Hvað finnst Telmu vanta upp á fram á við?

Meiri kraft fram á við, meiri trú að við getum skorað og kannski viljann í að skora og negla á markið þegar við erum í færi. VIð erum of mikið í því að fara lengra til hliðar eða senda þessa auka sendingu þegar við getum bara neglt á markið.

Eftir að hafa einungis náð í þrjú stig í sumar mætti búast við að það væri þungt yfir hópnum. Telma segir svo ekki vera og þær nái léttilega að halda haus þar sem það er mikið eftir af mótinu.

Eins og við erum búnar að sjá í þessu móti þá er allt hægt og við getum alveg náð okkur í fleiri stig en þessi þrjú stig.

Telma fékk á sig klaufalegt mark á sig á 61. mínútu þegar hún missir boltann á milli fótanna eftir skot frá Bergdísi.

Ég sá boltann koma og ég var bara búin að ákveða hvert ég ætlaði að senda áður en ég greip hann og þá gerist það að maður missir sjónar af boltanum og þa fer hann inn, sagði Telma um þetta atvik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner