Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 29. júlí 2021 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham að landa Areola
West Ham er að ganga frá lánssamningi á franska markverðinum Alphonse Areola frá Paris Saint-Germain.

West Ham reyndi að kaupa Sam Johnstone frá West Brom en tilboði félagsins í hann var hafnað fyrr í þessum mánuði. Svo virðist sem Johnstone verði áfram hjá West Brom.



Areola mun veita hinum 36 ára gamla Lukasz Fabianski samkeppni um sæti í byrjunarliðinu. West Ham mun leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og því mikið af leikjum framundan.

Franski markvörðurinn hefur undanfarin tvö tímabil verið á láni hjá Real Madrid og Fulham.
Athugasemdir
banner
banner