Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. júlí 2022 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég var orðinn þreyttur á honum, hann var alltaf á okkar æfingatíma"
Fagnar marki í sumar.
Fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon hefur átt stórkostlegt sumar með Fram í Bestu deildinni.

Hann er að eiga sitt besta tímabil á ferlinum, er búinn að skora ellefu mörk í 14 leikjum og er markahæstur í deildinni ásamt Ísak Snæ Þorvaldssyni.

Guðmundur hefur talað um það hversu mikið hann lagði á sig í vetur til að sýna sig og sanna í efstu deild, til þess að hjálpa uppeldisfélagi sínu að halda sér uppi. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, varð líka vitni að því og sagði frá því í síðasta Innkasti sem var tekið upp.

„Ég varð vitni að því og sá það, gæinn lagði ekkert eðlilega mikið á sig í vetur. Ég var orðinn þreyttur á honum, hann var alltaf á okkar æfingatíma niðri í lyftingarsal. Það var allt í lagi, hann fékk að vera þar," sagði Óskar Smári.

„Hann lagði ótrúlega mikið á sig. Hann fannst hann skulda félaginu. Hann hentar leikstílnum fáránlega vel. Hann er sennilega í besta formi sem hann hefur verið í. Maður gleðst svo mikið fyrir hans hönd. Hann er með fjölskyldu og vinnu, en tekur samt aukalega. Hann uppsker eftir því sem hann sáir."

„Ef hann helst heill, þá endar hann markahæstur," sagði Sæbjörn Þór Steinke.

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.
Innkastið - Niðurlægingar á heimavöllum, rauð spjöld og formannspistill
Athugasemdir
banner
banner