Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. júlí 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Einn helsti styrktaraðili Inter og Roma í vandræðum
Mynd: Getty Images

Ítalska félagið Inter hefur fjarlægt allar auglýsingar frá fyrirtækinu DigitalBits sem á að vera aðalstyrktaraðili félagsins á næstu leiktíð.


DigitalBits er rafmynt sem er aðallega hugsuð fyrir fyrirtæki og eftir mikla uppsveiflu í fyrra hefur myntin verið í frjálsu falli í ár. 

DigitalBits hefur þar af leiðandi ekki getað virt samning sinn við Inter, sem leiddi til þess að Inter ákvað að fjarlægja allar auglýsingar frá DigitalBits af vefsíðum sínum, treyjum og auglýsingaskiltum á San Siro þar til fyrirtækið borgar upp.

Inter gerði 85 milljón evru styrktarsamning við fyrirtækið eftir að það hafði verið meðal smærri styrktaraðila félagsins á síðustu leiktíð.

Rómverjar eru rólegri þó félagið sé með þriggja ára styrktarsamning við DigitalBits sem er 35 milljón evra virði. Þar virðast allar greiðslur hafa borist.

Francesco Totti var ráðinn sem 'sendiherra' fyrir DigitalBits í fyrra og var David Beckham sömuleiðis ráðinn í mars.


Athugasemdir
banner
banner
banner