Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 29. júlí 2022 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Murtough fundaði með umboðsmanni Sesko í síðustu viku
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: Getty Images
John Murtough, yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United, fundaði með umboðsmanni Benjamin Sesko í síðustu viku.

Þetta kemur fram hjá Manchester Evening News.

Sesko, sem er 19 ára gamall, þykir gríðarlega efnilegur. Hann skoraði sigurmark Salzburg í æfingaleik gegn Liverpool á dögunum. Á síðustu leiktíð gerði hann 11 mörk í 37 keppnisleikjum fyrir Salzburg.

United er að reyna að bæta við sig einum, helst tveimur, framherjum áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Sesko er á óskalistanum og fundaði Murtough með Elvis Basanovic, umboðsmanni framherjans unga, síðasta miðvikudag til að kanna áhugann á skiptum.

Það verður hægara sagt en gert fyrir United að krækja í hann því Sesko er samningsbundinn Salzburg til 2026 og austurríska félagið vill ekki selja hann í sumar. Sögur eru um að Salzburg ætli sér ekki að selja hann fyrir minna en 55 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner