Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   lau 29. júlí 2023 17:13
Brynjar Óli Ágústsson
Guðni Þór: Þetta er alveg ótrúlega spennandi deild
Kvenaboltinn Lengjudeildin
<b>Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK.</b>
Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst leikmenn svara virkilega vel tapinu á móti Fram í síðasta leik,'' segir Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK, eftir 3-1 sigur gegn FHL í 12. umferð Lengjudeild kvenna í dag. 


Lestu um leikinn: HK 3 -  1 FHL

„Komum í dag með mikla og góða hörku, mikla stemningu og mikið fjör og virkilega gaman að horfa á okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við voru bara frábærir aðallega í fyrri hálfleik. Náðum ekki að halda sama tempói í seinni, en virkilega sterkt að ná að sigla þessu heim.''

HK átti 30+ skot í þessum leik og mörg af þeim hörku færi.

„Ashley í markinu er virkilega öflug og hún gerði okkur svolítið erfitt fyrir, en við skoruðum þrjú mjög flott mörk hér í dag. Vissulega hefðum við geta skorað fleiri, en Ashley gerði okkur erfitt fyrir í markinu.'' segir Guðni hlæjandi

„Þetta er alveg ótrúlega spennandi deild. Það eru þarna fimm lið sem eru í hörku baráttu og hvert einasta smáatriði og hver einasti leikur er bara risastór. Framhaldið er bara mjög spennandi í frábæri Lengjudeild þetta árið.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan 


Athugasemdir
banner