

„Mér fannst leikmenn svara virkilega vel tapinu á móti Fram í síðasta leik,'' segir Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK, eftir 3-1 sigur gegn FHL í 12. umferð Lengjudeild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: HK 3 - 1 FHL
„Komum í dag með mikla og góða hörku, mikla stemningu og mikið fjör og virkilega gaman að horfa á okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við voru bara frábærir aðallega í fyrri hálfleik. Náðum ekki að halda sama tempói í seinni, en virkilega sterkt að ná að sigla þessu heim.''
HK átti 30+ skot í þessum leik og mörg af þeim hörku færi.
„Ashley í markinu er virkilega öflug og hún gerði okkur svolítið erfitt fyrir, en við skoruðum þrjú mjög flott mörk hér í dag. Vissulega hefðum við geta skorað fleiri, en Ashley gerði okkur erfitt fyrir í markinu.'' segir Guðni hlæjandi
„Þetta er alveg ótrúlega spennandi deild. Það eru þarna fimm lið sem eru í hörku baráttu og hvert einasta smáatriði og hver einasti leikur er bara risastór. Framhaldið er bara mjög spennandi í frábæri Lengjudeild þetta árið.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan