
Afturelding tók á móti Fram í 12.umferð lengjudeildar karla í dag í Mosfellsbæ. Jafnræði var með liðunum framan af en að lokum höfðu gestirnir betur, 1-2. Kristján Atli, miðjumaður Aftureldingar, var svekktur í leikslok.
„Mér fannst jafnræði með liðunum og þetta hefði alveg geta dottið báðum meginn. Svo sem ekki mikið um það að segja" Sagði Kristján eftir leik.
„Mér fannst jafnræði með liðunum og þetta hefði alveg geta dottið báðum meginn. Svo sem ekki mikið um það að segja" Sagði Kristján eftir leik.
Aftureldingu hefur verið hrósað í sumar fyrir góða spilamennsku og þá sérstaklega gegn toppliðum deildarinnar þrátt fyrir litla uppskeru stigalega séð. Kristján er Þó bjartsýnn á framhaldið „Ég veit ekki hvað þetta er. Í dag komumst við yfir og svo er jöfnunarmarkið bara algjör sirkus. Þá dettum við aðeins niður og byrjum seinni hálfleikinn illa og það kannski orsakaði annað markið. Eftir það hefðum við geta jafnað en það gekk ekki upp" Sagði Kristján Atli.
Nánar er rætt við Kristján í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir