Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. september 2022 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frank vonsvikinn: Vildi sjá Toney spila
Mynd: Getty Images

Ivan Toney framherji Brentford var valinn í landslið Englands í fyrsta sinn á dögunum en hann kom ekkert við sögu í leikjunum gegn Þýskalandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni.


Thomas Frank stjóri Brentford var svekktur að hann skyldi ekki fá tækifæri.

„Þó hann hafi ekki komið inná var þetta stórt augnablik í hans lífi. Því miður spilaði hann ekki, auðvitað vildi hann spila, auðvitað vildi ég að hann hefði spilað. Southgate tók ákvörðun og ég veit hvernig það er að vera þjálfari, þú þarft að íhuga 1000 hluti," sagði Frank.

„Þetta var smá baksslag, Toney vonaðist til að spila, við þurfum að halda áfram og sanna að fólk hafi rangt fyrir sér með því að spila vel. Toney er andlega sterkur."

Toney skoraði 12 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er kominn með fimm mörk í sjö leikjum á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner