Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   fös 29. september 2023 00:16
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Haraldur Freyr: Sorglegt
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík mætti Fram í þriðju umferð Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu fyrr í kvöld. Þetta var leikur upp á líf og dauða fyrir Keflavík því ljóst var að með tapi félli liðið formlega um deild. Það varð síðan raunin eftir 3-1 tap og ljóst að Keflavík spilar ekki í deild þeirra bestu næsta sumar.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

Fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði, vonbrigði með leikinn og sorglegt að vera fallnir niður um deild. Að mínu viti finnst mér að Keflavík eigi alltaf að vera með lið í efstu deild“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. 

Það er lengi búið að liggja í loftinu að Keflavík skildi falla og langt síðan fólk fór að fella liðið. Aðspurður hvernig það er að taka því og fá liðið til að halda áfram segir hann:

Fólk getur dæmt okkur niður eins og þau vilja en þetta er búið að vera þannig tímbil að við höfum verið neðstir eiginlega frá byrjun þannig að við höfum alltaf verið að elta og hangið inn í þessu. Það er í raun og veru ótrúlegt að lið sem að vinna tvo knattspyrnuleiki sé enn þá inn í myndinni að halda sér uppi en staðreyndin er tap í dag og fall um deild, það er bara eins og það er.

Haraldur var síðan spurður hvað það var sem klikkaði hjá liðinu í sumar en hann var ekki að flækja það:

Við eigum eftir að fara yfir það en stutta svarið er að við vinnum ekki nóg og marga fótboltaleiki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner