Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 29. september 2023 00:16
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Haraldur Freyr: Sorglegt
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík mætti Fram í þriðju umferð Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu fyrr í kvöld. Þetta var leikur upp á líf og dauða fyrir Keflavík því ljóst var að með tapi félli liðið formlega um deild. Það varð síðan raunin eftir 3-1 tap og ljóst að Keflavík spilar ekki í deild þeirra bestu næsta sumar.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

Fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði, vonbrigði með leikinn og sorglegt að vera fallnir niður um deild. Að mínu viti finnst mér að Keflavík eigi alltaf að vera með lið í efstu deild“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. 

Það er lengi búið að liggja í loftinu að Keflavík skildi falla og langt síðan fólk fór að fella liðið. Aðspurður hvernig það er að taka því og fá liðið til að halda áfram segir hann:

Fólk getur dæmt okkur niður eins og þau vilja en þetta er búið að vera þannig tímbil að við höfum verið neðstir eiginlega frá byrjun þannig að við höfum alltaf verið að elta og hangið inn í þessu. Það er í raun og veru ótrúlegt að lið sem að vinna tvo knattspyrnuleiki sé enn þá inn í myndinni að halda sér uppi en staðreyndin er tap í dag og fall um deild, það er bara eins og það er.

Haraldur var síðan spurður hvað það var sem klikkaði hjá liðinu í sumar en hann var ekki að flækja það:

Við eigum eftir að fara yfir það en stutta svarið er að við vinnum ekki nóg og marga fótboltaleiki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner