Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   fös 29. september 2023 00:16
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Haraldur Freyr: Sorglegt
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík mætti Fram í þriðju umferð Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu fyrr í kvöld. Þetta var leikur upp á líf og dauða fyrir Keflavík því ljóst var að með tapi félli liðið formlega um deild. Það varð síðan raunin eftir 3-1 tap og ljóst að Keflavík spilar ekki í deild þeirra bestu næsta sumar.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

Fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði, vonbrigði með leikinn og sorglegt að vera fallnir niður um deild. Að mínu viti finnst mér að Keflavík eigi alltaf að vera með lið í efstu deild“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. 

Það er lengi búið að liggja í loftinu að Keflavík skildi falla og langt síðan fólk fór að fella liðið. Aðspurður hvernig það er að taka því og fá liðið til að halda áfram segir hann:

Fólk getur dæmt okkur niður eins og þau vilja en þetta er búið að vera þannig tímbil að við höfum verið neðstir eiginlega frá byrjun þannig að við höfum alltaf verið að elta og hangið inn í þessu. Það er í raun og veru ótrúlegt að lið sem að vinna tvo knattspyrnuleiki sé enn þá inn í myndinni að halda sér uppi en staðreyndin er tap í dag og fall um deild, það er bara eins og það er.

Haraldur var síðan spurður hvað það var sem klikkaði hjá liðinu í sumar en hann var ekki að flækja það:

Við eigum eftir að fara yfir það en stutta svarið er að við vinnum ekki nóg og marga fótboltaleiki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner