Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Óttast ekki að missa starfið - „Við erum á sömu blaðsíðu“
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Erik ten Hag óttast það ekki að missa starfið hjá Manchester United, en lið hans tapaði þriðja deildarleiknum á tímabilinu er Tottenham kom í heimsókn á Old Trafford í dag.

Sæti Ten Hag er farið að hitna og eru margir stuðningsmenn þegar komnir með nóg.

Þetta er þriðja tímabilið undir stjórn Ten Hag, sem talar enn um að liðið sé að ganga í gegnum breytingar.

Stjórn United fundaði um framtíð Ten Hag eftir síðasta tímabil og tók þá ákvörðun að halda honum og framlengja samninginn.

Eftir 3-0 tapið gegn Tottenham í dag var Ten Hag spurður út í framtíðina og hvort hann óttaðist að missa starfið, en hann segir svo ekki vera.

„Ég er ekki að hugsa um brottrekstur, bara alls ekki. Við tókum öll ákvörðun um að halda samstarfinu áfram. Eigendurnir, starfsliðið, leikmennirnir og ég tókum ákvörðun þar sem við fórum yfir það sem við þurfum að gera. Við vissum að það gæti tekið einhvern tíma, en við erum á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag.

Margir hafa verið orðaðir við stjórastöðu United undanfarið, en þar má nefna Ruud van Nistelrooy, aðstoðarmann Ten Hag, Thomas Tuchel, Graham Potter og fyrrum stjórann, Ole Gunnar Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner