Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. október 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fréttablaðið 
Elías Már: Yrði ofboðslega stoltur ef kallið kæmi
Markahæstur í deildinni.
Markahæstur í deildinni.
Mynd: Getty Images
Excelsior hefur verið funheitur síðan nýr þjálfari tók við um mitt síðasta tímabil.
Excelsior hefur verið funheitur síðan nýr þjálfari tók við um mitt síðasta tímabil.
Mynd: Getty Images
Elías í landsleik í mars 2017.
Elías í landsleik í mars 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur heldur betur verið iðinn við kolann með félagi sínu Excelsior í næstefstu deild hollenska boltans. Elías er markahæstur í deildinni með tíu mörk eftir níu umferðir. Lið hans Excelsior er í 9. sæti með þrettán stig. Elías er 25 ára gamall sóknarmaður.

Fréttablaiðið birti í morgun viðtal við Elías þar sem rætt var um gengið frá því nýr þjálfari tók við um mitt síðasta tímabil, hans sín á framhaldið og hann spurður út í mögulegt landsliðsval.

Elías segir að hann finni fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu og fái að spila nær allar mínútur í öllum leikjum. Elías byrjar oftast sem fremsti maður en segist fara í 'tíuna' þegar skipt er um framherja í miðjum leik.

„Ég fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinning kemur. Það er hins vegar gott að finna fyrir trausti frá þjálfaranum og svo gefur hvert mark sjálfstraust til þess að skora annað,“ segir Elías Már í samtali við Fréttablaðið.

Líður vel en hugurinn leitar í stærri deild
„Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Það er fullur skilningur á því en á meðan ég er hérna er ég með fulla einbeitingu á því að halda áfram að standa mig vel og bæta mig."

„Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því eins og áður segir að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði. Það eru fá félög að eyða miklum peningum í leikmenn vegna kórónaveirufaraldursins þannig að ég býst við því að klára tímabilið hérna og sjá svo til hvernig staðan verður næsta sumar,"
segir Elías um sína framtíð.

Yrði auðvitað ofboðslega stoltur
Elías á að baki níu A-landsleiki en þeir síðustu komu árið 2017. Einhver umræða hefur verið hvort Elías sé að banka á dyrnar hjá landsliðinu með frammistöðu sinni.

„Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina."

„Ef kallið kemur yrði ég auðvitað ofboðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sig jafn vel og þeir hafa gert þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,"
sagði Elías varðandi landsliðið.

Athugasemdir
banner
banner
banner