Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Nýr stjóri Man Utd fær ekki úr miklu að moða í janúar
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim, eða hver sem það verður sem tekur við Manchester United, mun ekki fá úr miklu að moða í janúarglugganum til að styrkja leikmannahópinn.

Erik ten Hag fékk 200 milljónir punda til að styrkja leikmannahóp sinn í sumar og krækti í Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt, Noussair Mazraoui og Manuel Ugarte.

Félagið þarf að fara gætilega til að halda sig innan ramma fjárhagsreglna um hagnað og sjálfbærni.

Miðað við enska fjölmiðla vill Amorim fá starfið en hann er með 8,3 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Sporting Lissabon.

United er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir níu leiki. Í Evrópudeildinni hefur liðið gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner