Öll félögin í tveimur efstu tveimur deildum karla eru með þjálfara, eins og staðan er núna. Besta deild karla kláraðist síðasta sunnudag og spurning hvort einhverjar breytingar verði á næstu dögum og vikum.
En eins og staðan er núna, þá eru öll liðin með þjálfara. Frá því að tímabilið sem var að klárast byrjaði, þá hafa verið þrjár þjálfarabreytingar; Túfa tók við Val, Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við KR og Þorlákur Árnason tók við nýliðum ÍBV.
En eins og staðan er núna, þá eru öll liðin með þjálfara. Frá því að tímabilið sem var að klárast byrjaði, þá hafa verið þrjár þjálfarabreytingar; Túfa tók við Val, Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við KR og Þorlákur Árnason tók við nýliðum ÍBV.
Besta deild karla:
Breiðablik - Halldór Árnason
Víkingur - Arnar Gunnlaugsson
Valur - Srdjan Tufegdzic
Stjarnan - Jökull Elísabetarson
ÍA - Jón Þór Hauksson
FH - Heimir Guðjónsson
KA - Hallgrímur Jónasson
KR - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Fram - Rúnar Kristinsson
Vestri - Davíð Smári Lamude
ÍBV - Þorlákur Árnason
Afturelding - Magnús Már Einarsson
Í Lengjudeildinni mæta Fylkismenn með Árna Frey Guðnason sem nýjan þjálfara en útlit er fyrir að Jóhann Birnir Guðmundsson taki við sem aðalþjálfari ÍR af honum. Óli Hrannar Kristjánsson var ráðinn þjálfari Leiknis til frambúðar. Óvissa er hvort Ómar Ingi Guðmundsson verði áfram þjálfari HK.
Lengjudeildin:
HK - Ómar Ingi Guðmundsson?
Fylkir - Árni Freyr Guðnason
Keflavík - Haraldur Freyr Guðmundsson
Fjölnir - Úlfur Arnar Jökulsson
ÍR - Jóhann Birnir Guðmundsson?
Njarðvík - Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Þróttur R. - Sigurvin Ólafsson
Leiknir R. - Óli Hrannar Kristjánsson
Grindavík - Haraldur Árni Hróðmarsson
Þór - Sigurður Heiðar Höskuldsson
Selfoss - Bjarni Jóhannsson
Völsungur - Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Í Bestu deild kvenna er annað af tveimur stærstu störfunum laust eftir að Pétur Pétursson hætti með Val. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, er samningslaus en möguleiki er að hann verði áfram með liðið.
Besta deild kvenna 2025:
Breiðablik - Nik Chamberlain
Valur - Án þjálfara
Víkingur R. - John Andrews
Þór/KA - Jóhann Kristinn Gunnarsson
Þróttur R. - Ólafur Kristjánsson
FH - Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir
Stjarnan - Jóhannes Karl Sigursteinsson
Tindastóll - Halldór Jón Sigurðsson?
FHL - Björgvin Karl Gunnarsson
Fram - Óskar Smári Haraldsson
Athugasemdir