fös 29. nóvember 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Theódór Guðni aftur í Njarðvík (Staðfest)
Theódór í leik með Njarðvík.
Theódór í leik með Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Theódór Guðni Halldórsson er genginn aftur í raðir Njarðvíkur.

Theódór, sem er fæddur árið 1993, steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Keflavík, en hann spilaði fyrst með Njarðvík í 2. deild 2013. Þá skoraði hann 12 mörk í tíu leikjum - hvorki meira né minna.

Hann skipti yfir í Njarðvík fyrir sumarið 2015 og lék með liðinu til 2018. Síðasta sumar lék hann með Reyni Sandgerði í 3. deild og skoraði tíu mörk í 20 deildarleikjum í 3. deildinni.

„Við bjóðum Tedda velkomin í okkar raðir á ný," segir í tilkynningu Njarðvíkur.

Mikael Nikulásson tók við Njarðvík af Rafni Markúsi Vilbergssyni eftir síðasta tímabil. Njarðvík spilar í 2. deild eftir fall úr Inkasso-deildinni síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner