mán 29. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi lagði upp þrjú í þriðja sinn á ferlinum
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Það er ekki hægt að segja að Lionel Messi hafi verið stórkostlegur fyrir Paris Saint-Germain frá því hann kom til félagsins frá Barcelona. Allavega ekki miðað við þær kröfur sem eru gerðar á einn besta fótboltamann allra tíma.

Messi var hins vegar mjög góður í gær þegar PSG kom til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn Saint-Etienne. Parísarliðið vann að lokum 1-3 sigur.

Messi gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll mörk PSG í leiknum.

Þetta er í þriðja sinn á glæstum ferli, þar sem Messi leggur upp þrjú mörk í deildarleik.

Það gerðist fyrst gegn Getafe árið 2016 og í annað sinn gegn Real Betis í febrúar 2020.

Ballon d'Or verðlaunin verða afhent í þessari viku og er líklegt að Messi taki þau eftir gott ár þar sem hann leiddi argentínska landsliðið til sigurs í Copa America.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner