Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   mið 29. nóvember 2023 10:05
Elvar Geir Magnússon
Sautján ára leikmaður Newcastle fær lof - „Þráir að fá boltann“
Lewis Miley átti frábæran leik á stærsta sviðinu.
Lewis Miley átti frábæran leik á stærsta sviðinu.
Mynd: Getty Images
Í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi.
Í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi.
Mynd: EPA
Hinn sautján ára gamli Lewis Miley hefur leikið afskaplega vel með Newcastle en hann hefur fengið stórt hlutverk í liðinu vegna meiðsla lykilmanna. Óhætt er að segja að þessi ungi miðjumaður hafi gripið tækifærið.

Jonathan Liew, fréttamaður Guardian, segir að stjarna Miley hafi skinið mjög skært á Prinsavöllum í gær þegar hann lék gegn stórstjörnum Paris St-Germain.

Liew segir að umræðan í kringum leikinn eigi ekki bara að snúast að umdeildum VAR dómi heldur einnig að frammistöðu táningsins.

„Þetta var kvöld þar sem sautján ára strákur frá Durham-sýslu skapaði sér nafn á stærsta sviði leiksins. Lewis Miley vill fá boltann. Hann þráir hann á þann hátt að aðeins krakki getur þráð hann," segir Liew.

„Það er spenna í honum sem sést vel þegar boltinn er annars staðar. Þeir sem sáu hann spila fyrir U21 lið Newcastle á síðasta tímabili tóku eftir því að hann var oft í öðrum takti en liðsfélagar sínir, vegna þess að hann var svo miklu betri en þeir. Hann tók hlaup sem engu skiluðu því þeir kveiktu ekki á perunni."

Liew líkir Miley við Jude Bellingham á hans aldri.

„Er hann sexa, átta eða tía? Enginn veit svarið við því enn en ég er handviss um að hann spilar fyrir enska landsliðið innan þriggja ára," segir Liew.
Athugasemdir
banner
banner
banner