Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 12:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
Eyjamenn ekki heyrt í Þórarni Inga sem liggur undir feldi
Hvað gerir Tóti næst?
Hvað gerir Tóti næst?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kann að taka armbeygjur.
Kann að taka armbeygjur.
Mynd: Eyjafréttir
Þórarinn Ingi Valdimarsson er án félags sem stendur eftir að samningur hans við Stjörnuna rann út. Hann veltir þessa dagana framhaldinu fyrir sér, hvort hann ætli sér að halda áfram að spila eða kalla þetta gott.

Þórarinn, sem er 34 ára, er fjölhæfur leikmaður, Eyjamaður sem hefur einnig spilað með Sarpsborg, FH og Stjörnunni á sínum ferli. Hann lék á sínum tíma fjóra A-landsleiki. Hann var gestur í Þungavigtinni í dag.

„Ég er ennþá undir feldinum góða, það hefur eitthvað komið á borðið en ég er bara að meta það sjálfur hvort maður eigi að kalla þetta gott eða halda áfram. Miðað við skrokkinn á mér í fyrra þá segir tilfinningin mér að hætta þessu, en ég er hræddur við að eftir fimm ár myndi ég sjá eftir því að hafa hætt á þessum tíma," segir Tóti.

Hann segir að félög í næstefstu deild hafi sett sig í samband við sig en hann hefur á þessu ári bæði verið orðaður við Njarðvík og Selfoss.

„Skiljanlega er áhuginn aðallega úr næstefstu deild. Það yrði rökrétt skref fyrir mann á mínum aldri, sérstaklega þegar maður er ekki búinn að vera 100%, að geta farið eitt skref niður og stýrt álaginu meira."

Tóti segir að Eyjamenn, ÍBV, hafi ekki heyrt neitt í sér. ÍBV vann Lengjudeildina í ár og verður í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Það er greinilega búið að loka á mann þar," segir Tóti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner