Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna er kominn tími fyrir Kelleher - Nefnir félag fyrir hann
Caoimhin Kelleher.
Caoimhin Kelleher.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Caoimhin Kelleher hefur enn og aftur staðið sig ótrúlega vel í fjarveru Alisson. Kelleher er líklega einn besti varamarkvörður í heimi, ef ekki bara sá besti.

Kelleher hefur haldið markinu hreinu í öllum þremur Meistaradeildarleikjunum sem hann hefur spilað og fengið sex mörk á sig í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Darren Bent, fyrrum sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni, telur að Kelleher þurfi að hugsa um að fara frá Anfield en hann væri til að mynda fullkominn fyrir Chelsea.

„Ég horfi alltaf til Emi Martinez," sagði Bent á TalkSport en Martinez fór frá Arsenal til Aston Villa sumarið 2020. Martinez hafði þá verið varamarkvörður Arsenal en hjá Aston Villa hefur hann orðið einn besti markvörður í heimi.

„Mér finnst Kelleher mjög góður markvörður. Hann er 25 ára. Það er kominn tími núna og mér finnst vera tækifæri fyrir hann hjá Chelsea. Ég er ekki sannfærður um Robert Sanchez."
Athugasemdir
banner
banner