Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Slot: Kelleher er varamarkvörðurinn okkar
Mynd: Getty Images
Írski landsliðsmarkvörðurinn Caoimhin Kelleher hefur verið frábær á milli stanga Liverpool í fjarveru hins brasilíska Alisson Becker, sem er víða talinn einn af bestu markvörðum heims.

Alisson er að koma til baka eftir meiðsli og þá hefur Arne Slot þjálfari Liverpool erfiða ákvörðun að taka. Heldur Kelleher byrjunarliðssætinu þar til hann gerir mistök, eða fær Alisson að fara beint aftur inn í byrjunarliðið?

„Ég býst við því að hver einasti leikmaður í hóp vilji vera númer 1 í sinni stöðu en það er undir leikmönnum komið að samþykkja sína stöðu í hópnum," segir Slot.

„Caoimhin samþykkti sína stöðu í hópnum í upphafi tímabils og hefur staðið sig frábærlega jafnt innan og utan vallar, hvort sem hann spilar eða ekki. Hann er varamarkvörðurinn okkar.

„Það er of snemmt núna til að tala um hvað gerist á næstu leiktíð. Það sem skiptir máli er að leikmenn leggi sig 100% fram í hverjum leik og geri sitt besta til að sýna að þeir verðskuldi byrjunarliðssæti. Enginn leikmaður á að vilja vera á bekknum, en leikmenn þurfa að skilja sína stöðu í hópnum hverju sinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner