Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Porro bíður eftir flugi til Englands
Mynd: Getty Images

Tottenham er að landa Pedro Porro eftir langar og strangar viðræður við Sporting CP. Sky Sports greinir frá því að hann sé með flug til Englands bókað í kvöld.


Sporting var búið að gefa munnlegt samþykkti fyrir tilboði frá Tottenham en ákvað að breyta ákveðnum samningsatriðum á síðustu stundu.

Porro tók ekki vel í þetta og mætti ekki á æfingu hjá félaginu í dag eftir að hafa spilað úrslitaleik portúgalska deildabikarsins í gærkvöldi, sem endaði með tapi gegn Porto.

Tottenham sýndi þó þolinmæði og settist aftur við samningaborðið og nú hafa aðilar náð nýju samkomulagi.

Fabrizio Romano greinir frá því að Tottenham sé búið að bóka læknisskoðun fyrir Porro á morgun eftir að hafa afbókað læknisskoðunina sem var pöntuð fyrir daginn í dag.

Tottenham er talið greiða um 45 milljónir evra fyrir bakvörðinn.

Sporting er að ganga frá félagsskiptum Hector Bellerin frá Barcelona til að fylla í skarðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner