Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 30. mars 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Firmino með Liverpool gegn Arsenal
Brasilíski framherjinn Roberto Firmino hefur hafið æfingar með Liverpool á nýjan leik.

Firmino missti af síðustu þremur leikjum Liverpool fyrir landsleikjahlé vegna meiðsla á hné.

Hann sneri aftur til æfinga í gær og er klár í leikinn gegn Arsenal á laugardagskvöld.

Leikjum í undankeppni HM í Suður-Ameríku var frestað vegna kórónuveirunnar og því fór Firmino ekki í landsliðsverkefni að þessu sinni.
Athugasemdir
banner
banner