Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. mars 2021 12:38
Magnús Már Einarsson
Helgi Kolviðs á æfingu Íslands - Ræddi við Arnar um Liechtenstein
Icelandair
Lars Lagerback og Helgi Kolviðs spjalla á æfingu í dag.
Lars Lagerback og Helgi Kolviðs spjalla á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, segist hafa rætt við Helga Kolviðsson fyrir leikinn gegn Liechtenstein á morgun. Helgi hætti sem landsliðsþjálfari Liechtenstein síðastliðið haust eftir tæp tvö ár í starfi.

Arnar ræddi við Helga um lið Liechtenstein og Helgi var einnig mættur í heimsókn á æfingu íslenska landsliðsins í dag. Helgi þekkir leikmenn Íslands vel eftir að hfa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari frá 2016-2018.

„Auðvitað. Það er mjög eðlilegt að ég, sem nýr þjálfari, hafi samband við Helga. Hann er Íslendingur eins og við og ég spilaði með honum í landsliðinu. Ég hafði samband við hann og hann talaði af virðingu um Liechtenstein," sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.

„Hann sagði við mig, 'Arnar ég get talað við þig um hugarfarið hjá Liechtenstein' en hann vildi ekki fara í smátriði og það sýnir hvernig persóna Helgi er að hann sýnir fyrrum vinnuveitendum sínum svona mikla virðingu."

„Við áttum gott spjall og það var aðallega um DNA í fótboltanum í Liechtenstein."


Leikurinn í Liechtenstein hefst klukkan 18:45 annað kvöld.

Athugasemdir
banner
banner