Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. mars 2022 15:43
Fótbolti.net
Joey Gibbs missir af hluta tímabilsins vegna persónulegra ástæðna
Mynd: Haukur Gunnarsson
Ástralinn Joey Gibbs, helsti markaskorari Keflavíkur og einn besti leikmaður liðsins, mun missa af hluta tímabilsins í sumar.

Það er vegna persónulegra ástæðna og herma heimildir Fótbolta.net að hann haldi heim til Ástralíu í upphafi júlí.

Samkvæmt sömu heimildum mun Joey missa af 4-5 leikjum með Keflavík. Ætla má að það verði leikirnir gegn Fram (3. júlí), Val (11. júlí), Breiðablik (17. júlí) og KA (24. júlí). Næsti leikur á eftir er svo gegn ÍBV þann 30. júlí.

Gibbs er á leiðinni inn í sitt þriðja tímabil með Keflavík, kom fyrst fyrir tímabilið 2020 og hefur skorað 31 mark í 51 deilarleik síðan. Hann skoraði tíu mörk í 21 deildarleik í fyrra.

Gibbs, sem er 29 ára gamall, er samningsbundinn Keflavík út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner